Lionel Messi er heimsmeistari í fyrsta sinn en hann sigraði Frakkland með sínu liði Argentínu í kvöld.
Messi átti góðan leik og skoraði tvennu en Kylian Mbappe gerði betur og skoraði þrennu fyrir Frakka.
Þrenna Mbappe dugði ekki til en Argentína vann að lokum í vítaspyrnukeppni.
Messi stal ekki bara senunni með Mbappe á vellinum í kvöld heldur einnig eftir leik inni í klefa.
Messi fór upp á borð í búningsklefa Argentínu og hoppaði og skoppaði um með bikarinn sjálfan.
LIONEL MESSI JUMPING ON THE TABLE IN THE DRESSING ROOM 😂
(via @Notamendi30) pic.twitter.com/WUTq3AmjKs
— ESPN FC (@ESPNFC) December 18, 2022