Lionel Messi er heimsmeistari í fyrsta sinn en hann sigraði Frakkland með sínu liði Argentínu í kvöld.
Messi átti góðan leik og skoraði tvennu en Kylian Mbappe gerði betur og skoraði þrennu fyrir Frakka.
Þrenna Mbappe dugði ekki til en Argentína vann að lokum í vítaspyrnukeppni.
Eftir leik fékk Messi óvæntan glaðning er móðir hans hljóp inn á völlinn og gaf honum stórt knús.
Fallegt augnablik sem má sjá hér.
Lionel Messi with his mum after the game 🥰pic.twitter.com/mvIKQRYfXt
— SPORTbible (@sportbible) December 18, 2022