fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Sjáðu augnablikið þegar Argentína varð heimsmeistari í Katar – Stærsta stund ferilsins

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. desember 2022 18:03

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn skemmtilegasti úrslitaleikur HM sögunnar fór fram í kvöld er Argentína og Frakkland áttust við í Katar.

Argentína byrjaði þennan leik virkilega vel og var með 2-0 forystu þegar flautað var fyrri hálfleikinn af.

Lionel Messi skoraði fyrra markið á 23. mínútu úr vítaspyrnu og bætti Angel Di Maria við öðru á 36. mínútu.

Útlitið var lengi mjög bjart fyrir Argentínu en þegar 10 mínútur voru eftir fékk Frakkland vítaspyrnu.

Kylian Mbappe steig á punktinn og lagaði stöðuna fyrir Frakka og var svo aftur á ferðinni mínútu síðar.

Mbappe tókst að jafna metin strax eftir fyrra mark sitt og tryggði Frökkum þar með framlengingu.

Í framlengingunni voru það Argentínumenn sem tóku forystuna er Messi gerði sitt annað mark á 109. mínútu.

Mbappe reyndist svo aftur hetja Frakka er tvær mínútur voru eftir en hann jafnaði þá metin á ný með öðru marki af vítapunktinum.

Í vítaspyrnukeppninni voru það Argentínumenn sem höfðu betur en þeir Kingsley Coman og Aurelien Tchouameni klikkuðu á punktinum fyrir þá frönsku.

Hér fyrir neðan má sjá þegar flautað var til leiksloka í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid horfir til Everton í sumar

Real Madrid horfir til Everton í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skora á Kristrúnu Frosta og hennar stjórn að taka upp veskið – Setja 125 milljónir í verkefnið en umsóknir eru um 650 milljónir

Skora á Kristrúnu Frosta og hennar stjórn að taka upp veskið – Setja 125 milljónir í verkefnið en umsóknir eru um 650 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppljósta því hvað það kostar að reka Amorim í sumar

Uppljósta því hvað það kostar að reka Amorim í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool öryggir á því að Salah sé að kveðja – Orð hans í nýju viðtali vekja athygli

Stuðningsmenn Liverpool öryggir á því að Salah sé að kveðja – Orð hans í nýju viðtali vekja athygli
433Sport
Í gær

Ten Hag skýtur á Ronaldo og aðrar fyrrum stjörnur United – „Þessari kynslóð finnst svona lagað móðgandi“

Ten Hag skýtur á Ronaldo og aðrar fyrrum stjörnur United – „Þessari kynslóð finnst svona lagað móðgandi“
433Sport
Í gær

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra