Kristján Óli Sigurðsson var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudag. Í settið var einnig mættur Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
Viðtal sem karlalandsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson fór í í sjónvarpsþætti 433.is var meðal annars til umræðu. Þar var farið vel yfir gögnin.
„Það er gaman að sjá aðeins hvað er verið að vinna með og reyna að bæta þó það hafi ekki allt tekist,“ segir Hörður.
„Hann er búinn að tala mikið um að vera með tilbúið lið á næsta ári. Hann þarf að gera það, ef hann gerir það ekki byrja spurningarnar að vakna.“
Kristján tók til máls en hann vill sjá árangur inni á vellinum.
„Mér er drullusama um þessi gögn sem hann var að sýna Hödda ef við töpum í Bosníu. Ef við vinnum þá get ég hoft á þetta viðtal og sagt að hann hafi ekki verið að bulla neitt. Þetta snýst um þetta stóra próf í mars.“
Umræðan í heild er hér að neðan.