Liðsfélagar Mateo Kovacic og Hakim Ziyech höfðu enga trú á að leikmennirnir myndu ná árangri á HM í Katar.
Kovacic er leikmaður Króatíu sem endaði í þriðja sæti en Ziyech leikur með Marokkó sem kom öllum á óvart.
Marokkó tók fjórða sætið eftir tap gegn Króötum í næst síðasta leik mótsins en spilað var um bronsið.
Kovacic segir að enginn hjá Chelsea hafi haft trú á þessum liðum í keppninni en allt annað varð raunin.
Króatía og Marokkó náðu til að mynda lengra en stórlið Englands, Spánar, Brasilíu, Belgíu, Þýskalands og Portúgals.
,,Liðsfélagar okkar hjá Chelsea bjuggust við því að ég og Ziyech yrðu þeir fyrstu til að koma heim en ég er svo stoltur af því hversu lengi við vorum í mótinu,“ sagði Kovacic.