Ander Herrera viðurkennir að hann hafi verið mjög sár er hann þurfti að yfirgefa enska stórliðið Manchester United.
Herrera kvaddi Man Utd fyrir um þremur árum en hann skrifaði undir samning við Paris Saint-Germain.
Miðjumaðurinn var fáanlegur á frjálsri sölu en Man Utd virtist ekki hafa áhuga á að semja við hann að nýju.
,,Að yfirgefa félagið, það var erfitt því fimm eða sex mánuðum áður bjóst ég við nýju samningstilboði,“ sagði Herrera.
,,Þetta er ekki rétta augnablikið til að taka illa um neinn og ég mun ekki gera það. Eftir þriðja tímabil mitt hjá félaginu þá bjóst ég þó við meiru.“
,,Ég var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum en félagið hringdi ekkert í mig um sumarið varðandi framlengingu en þeir gerðu það við aðra leikmenn.“