Sergio Busquets, goðsögn Barcelona, hefur staðfest það að hann sé hættur með spænska landsliðinu eftir HM í Katar.
Busquets er 34 ára gamall og lék með Spánverjum í Katar en liðið datt úr leik í 16-liða úrslitum mótsins.
Tap Spánar kom verulega á óvart en liðið féll úr leik eftir tap gegn Marokkó sem vann síðar Portúgal.
Busquets spilaði með spænska landsliðinu í næstum 15 ár og lék þá 143 leiki sem er magnaður árangur.
Busquets mun nú einbeita sér að því að spila vel fyrir lið Barcelona á síðustu metrum ferilsins.