Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sjá franska knattspyrnusambandið endursemja við Didier Deschamps.
Deschamps hefur náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari en liðið vann síðasta HM sem fór fram árið 2018.
Nú er Frakkland aftur komið í úrslit mótsins og spilar við Argentínu í úrslitaleiknum í dag.
Talað er um að Deschamps stígi til hliðar eftir mótið í Katar en Macron vonar innilega að það verði ekki raunin.
,,Ég vil senda miklar þakkir á landsliðsþjálfarann, Didier Deschamps og liðið sem er blanda af mismunandi kynslóðum,“ sagði Macron.
,,Deschamps, þetta eru þrír úrslitaleikir og hann vinnur þá, aldrei tveir frekar en þrír. Deschamps er þarna með sín gæði. Við tökum bikarinn aftur og augljóslega þarf hann að vera áfram. Ég er svo stoltur af franska liðinu.“