Lionel Messi er betri í dag en þegar argentínska landsliðið fagnaði sigri á Copa America árið 2021.
Þetta segir markmaðurinn Emiliano Martinez en þeir félagar spila úrslitaleik HM gegn Frökkum klukkan 15:00.
Messi er að verða betri með aldrinum miðað við orð Martinez en hann er 35 ára gamall og var kominn yfir sitt besta samkvæmt mörgum sérfræðingum.
,,Ég sá frábæran Messi á Copa America, framúrskarandi leikmann og einn af þeim bestu,“ sagði Martinez.
,,Á þessu móti tók hann skref fram á við miðað við Copa America. Hann er að spila betur, bæði líkamlega sem og tæknilega.“
,,Það var erfitt að vera betri en Messi á Copa America en hann náði að gera það. Þetta gefur öllu liðinu orku. Hann er spenntur, fullur af gleði og það hjálpar okkur svo mikið.“