Það verða nánast allir með augun á sjónvarpinu klukkan 15:00 í dag er úrslitaleikur HM í Katar fer fram.
Frakkland og Argentína eigast við í þessum úrslitaleik og er erfitt að spá fyrir um sigurvegara mótsins.
Fyrir leik var talað um að þeir Theo Hernandez, Olivier Giroud og Aurelien Tchouameni myndu missa af leiknum fyrir Frakka.
Allir þessir leikmenn eru klárir eins og má sjá hér fyrir neðan.
Argentína: Martinez, Molina, Romero, Otamendi, Tagliafico, De Paul, Fernandez, Mac Allister, Messi, Di Maria, Alvarez
Frakkland: Lloris, Kounde, Varane, Upamecano, Hernandez, Griezmann, Tchouameni, Rabiot, Dembele, Mbappe, Giroud