Ummæli Gary Neville hafa ekki elst mjög vel en hann tjáði sig um Lionel Messi í byrjun HM í Katar.
Neville sagði að andstæðingar Messi óttuðust hann ekki lengur og að hann væri ekki sami leikmaður og áður.
Argentína byrjaði mótið skelfilega með tapi gegn Sádí Arabíu en er komið í úrslitaleikinn gegn Frökkum.
Messi hefur verið frábær á mótinu þrátt fyrir lélegan opnunarleik og hefur þaggað niður í mörgum.
Fólk hefur gagnrýnt Neville töluvert fyrir þessi ummæli sem má sjá heyra hér fyrir neðan.
A reminder that Gary Neville said this about Lionel Messi at the start of this World Cup… pic.twitter.com/ssKt1WpEd5
— Kevin Geddes (@Geddes1989) December 13, 2022