Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, átti alls ekki gott HM með Úrúgvæ sem féll snemma úr leik í Katar.
Nunez var gagnrýndur fyrir sína frammistöðu á mótinu en Úrúgvæ heilt yfir olli verulegum vonbrigðum.
Framherjinn hefur þó engu gleymt og átti mjög góða innkomu í leik Liverpool við AC Milan í gær.
Nunez kom við sögu á 59. mínútu seinni hálfleiks og skoraði tvö mörk til að tryggja 4-1 sigur enska stórliðsins.
Mohamed Salah og Thiago Alcantara höfðu skorað fyrstu tvö mörk Liverpool sem notaðist við sterkt byrjunarlið.
Það er stutt í að enski boltinn fari af stað á ný en Nunez hafði verið í góðu formi fyrir Liverpool áður en HM fór af stað.