Kristján Óli Sigurðsson var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudag. Í settið var einnig mættur Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
Sú umræða kom upp um hvenær íslensku fótboltalandsliðin fengju nýjan þjóðarleikvang.
„Reykjavíkurborg getur varla sett í þetta eina krónu núna,“ segir Hörður.
Benedikt benti á hversu lengi þessi umræða hefur átt sér stað án þess að nokkuð gerist.
„Við fundum viðtal sem Höddi tók við Bjarna 2016. Þá var verið að setja þetta í nefnd. Geir Þorsteinsson talaði um það 2010 hvað væri vont að byrja og enda á Laugardalsvelli,“ segir hann og á þar við að íslenk landsliðs geti aðeins spilað á Laugardalsvelli yfir sumartímann.
„Þetta á bara að vera einkaframkvæmd. Ég get lánað ykkur lóð í Kópavoginum. Bara af stað með þetta,“ segir Kristján.
Umræðan í heild er hér að neðan.