Kristján Óli Sigurðsson var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudag. Í settið var einnig mættur Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
England fékk úr leik í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar. Framtíð Gareth Southgate er í óvissu. Þetta var meðal þess sem var tekið fyrir í þættinum.
„Hann ræður því hvort hann verður áfram. Þeir reka hann ekki, það er ekki séns,“ segir Kristján.
Talið er að Southgate vilji taka sér tíma til að taka ákvörðun og er Kristján sammála því.
„Ég var að lesa að Frank Lampard væri orðaður við þetta. Slakið aðeins á. Leyfið honum að taka ákvörðun.“
Sem fyrr segir datt England út í 8-liða úrslitum en þeir þykja þó vera með frábært lið.
„Það eru einhver álög á Englendingum. Þeir voru betri en Frakkar í leiknum,“ segir Kristján.
Umræðan í heild er hér að neðan.