Musalli Al Muammar, forseti Al Nassr, virðist hafa staðfest það að sögusagnirnar um Cristiano Ronaldo séu ekki réttar.
Talað er um að Ronaldo sé við það að semja við Al Nassr í Sádí Arabíu og yrði launahæsti leikmaður heims.
Ronaldo er í fríi þessa stundina eftir HM í Katar en hann lék þar með Portúgal sem féll úr leik í 8-liða úrslitum.
Al Muammar kannast ekki við það að hafa rætt við Ronaldo og greinir hann frá því við fjölmiðla.
,,Cristiano hefur verið mjög upptekinn undanfarið á HM og ég bjóst ekki við að hann myndi ræða við neinn,“ sagði Al Muammar.
,,Við munum ekki ræða um aðra leikmenn. Ég óska Cristiano alls hins besta í framtíðinni.“