Einn massaðasti knattspyurnumaður heims, Hulk, vakti verulega athygli er myndir og myndbönd birtust af honum hjá Atletico Mineiro í Brasilíu.
Hulk er nafn sem flestir kannast við en hann gerði garðinn frægan með bæði Zenit í Rússlandi og Porto í Portúgal.
Hulk hefur alltaf verið þekktur fyrir að vera mjög vöðvamikill og hefur það ekkert minnkað með árunum.
Það var eins og Hulk væri að springa á tímapunkti en hann er nú á undirbúningstímabili með sínu félagi.
,,Er hann að springa?“ skrifar einn við myndirnar sem voru birtar og bætir annar við: ,,Er hægt að ýta við þessum manni á vellinum?“
Mjög stæltur eins og má sjá hér fyrir neðan.