Dagur Austmann Hilmarsson er búinn að skrifa undir samning við Grindavík í næst efstu deild.
Þetta kemur fram í dag en Dagur er fæddur árið 1998 og var áður á mála hjá Leikni Reykjavík.
Dagur spilaði 23 leiki fyrir Leikni í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og var mikilvægur hluti af liðinu.
Þessi 25 ára gamli leikmaður mun nú reyna fyrir sér á nýju sviði en Grindavík ætlar sér upp í efstu deild.
Grindavík hefur styrkt sig verulega síðustu vikur en Dagur gerir samning til ársins 2024.