Karim Benzema, stórstjarna Frakklands, er sagður vera bálreiður út í landsliðsþjálfarann Didier Deschamps.
Benzema var hluti af franska hópnum á HM í Katar en var sendur heim af Deschamps fyrir upphafsleikinn vegna meiðsla.
Benzema hefur þó jafnað sig af þeim meiðslum og lék með Real í vináttuleik gemgn Leganes á fimmtudag.
Frakkland á eftir að spila einn leik á HM sem er úrslitaleikurinn og er gegn Argentínu á morgun.
Benzema hafði vonast eftir því að snúa aftur í hóp Frakklands fyrir þann leik en Deschamps hefur alltaf gert lítið úr því að það sé möguleiki.
,,Vá, ég er ekki viss hvað ég á að segja. Það er eitthvað sem ég er ekkert að hugsa um,“ sagði Deschamps um endurkomu Benzema er riðlakeppnin fór fram.
Eftir leik gegn Marokkó í undanúrslitunum var Deschamps aftur spurður út í endurkomu framherjans.
,,Ég hef engan áhuga á að svara þessari spurningu – næsta spurning,“ svaraði Deschamps.
Benzema ku vera mjög reiður vegna svara Deschamps sem virðist ekki hafa áhuga á að kalla hann í hópinn á ný.