Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu vildi birtast á skjánum á Lusail Stadium vellinum í Katar fyrir úrslitaleikinn á sunnudag.
Zelensky vildi ræða um heimsfrið en stríð hefur verið í Úkraínu frá upphafi árs þegar Rússar réðust inn í landið.
Ekkert verður hins vegar af ræðu Zelensky þar sem FIFA hafnaði beiðni hans um að rhalda ræðu.
„Við töldum að FIFA myndi gefa okkur tækifæri til að ræða um betri heim,“ segir heimildarmaður CNN.
Þar kemur fram að skrifstofa Zelensky hafi verið hissa á þessu svari FIFA en Zelensky vildi vekja athygli á ástandinu í Úkraínu.