Kylian Mbappe er á milli tannana á fólki og þá sérstaklega ein mynd af honum sem smellt var af eftir að Frakkar tryggðu sig inn í úrslitaleikinn á HM í Katar.
Mbappe var að spjalla við Achraf Hakimi liðsfélaga sinn hjá PSG þegar netverjar tóku eftir bungu í stuttbuxum hans. Frakkland hafði þá lagt Marokkó og tryggt sér farmiða í úrslitaleikinn.
„Hann misskildi aðeins „Semi final“,“ segir einn netverji.
„Bróðir, hann naut augnabliksins aðeins of mikið,“ segir annar.
„Mbappe naut augnabliksins aðeins of mikið,“ segir sá næsti og fleiri taka í sama streng. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag þegar Frakkar mæta Argentínu.