Cristiano Ronaldo leiðir hóp leikmanna Portúgals sem þakka Fernando Santos ekki fyrir starf hans sem þjálfara Portúgals.
Santos er hættur sem þjálfari Portúgals en liðið vann Evrópumótið undir hans stjórn.
A Bola tekur þetta saman en Ronaldo og Santos skildu ekki í góðu en Ronaldo endaði á bekknum á HM í Katar.
Ronaldo ásamt Diogo Costa, Jose Sa, Diogo Dalot, Antonio Silva, Joao Palhinha, Ruben Neves, Ricardo Horta og Rafael Leao hafa ekki þakkað Santos fyrir á samfélagsmiðlum.
Ronaldo er 37 ára gamall en hann er án félags þessa dagana og skoðar næstu skref á ferli sínum. Hann hefur boðað það að halda áfram að gefa kost á sér í landsliðið.
Portúgal féll úr leik í átta liða úrslitum á HM gegn Marokkó.