Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins fær jólin til að taka ákvöðrun um það hvort hann haldi áfram í starfi.
Southgate hefur hótað því að láta staðar numið eftir að England féll úr leik í átta liða úrslitum á HM í Katar.
Southgate var að klára sitt þriðja stórmót með enska liðið sem hefur verið nálægt glæstum árangri en mistekist.
Southgate er með samning til ársins 2024 þegar Evrópumótið fer fram en hann er nú efins um að halda áfram.
Thomas Tuchel fyrrum stjóri Chelsea hefur áhuga á starfinu og þá hefur nafn Frank Lampard borið á góma.