Arnleifur Hjörleifsson er genginn til liðs við ÍA og hefur samið til ársins 2024.
Arnleifur er uppalinn í Ólafsvík en með miklar tengingar á Skagann. Hann spilaði með ÍA í þriðja og öðrum flokk og var þar hluti af sigursælu annars flokks liði ÍA.
Hann á að baki leiki með Kára en síðan árið 2020 hefur hann spilað með Kórdrengjum og kemur þaðan til ÍA.
Arnleifur er áræðinn og vinnusamur vinstri bakvörður og á að baki 118 leiki, í þeim hefur hann skorað 13 mörk