Alberto Fontana, umboðsmaður Sofyan Amrabat, segir að mörg félög hafi hringt og spurst fyrir um leikmanninn á meðan HM er í gangi.
Amrabat er leikmaður Marokkó og var frábær á HM en hann er samningsbundinn Fiorentina á Ítalíu.
Stórlið eru að fylgjast með miðjumanninum en hann er líklega ekki á förum í janúar miðað við orð Fontana.
,,Fiorentina er að nýta krafta hans þessa stundina,“ sagði Fontana í samtali við Radio Sportiva.
,,Við höfum fengið mörg símtöl vegna hans en við verðum að virða það sem Fiorentina vill. Þeir ákváðu að veðja á hann og ekki endurkalla Lucas Torreira, jafnvel þó þeir hafi getað spilað saman.“
,,Það er gaman að fá símtöl en samband okkar við Fiorentina er frábært, fyrir utan langtímasamninginn sem hann er með í gangi.“