Kylian Mbappe er besti leikmaður heims að sögn liðsfélaga hans í franska landsliðinu, Aurelien Tchouameni.
Mbappe mun sanna það á sunnudaginn að sögn Tchouameni er úrslitaleikur HM í Katar fer fram.
Mbappe mun þar mæta Lionel Messi sem er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar og getur unnið HM í fyrsta sinn.
Tchouameni er þó á því máli að Mbappe sé sá besti í dag en veit hversu hættulegur Messi er á velli.
,,Fyrir mig þá er Kylian sá besti og hann mun sanna það á sunnudaginn,“ sagði Tchouameni við TyC Sports.
,,Við munum allir vinna saman til að ná okkar markmiði. Við verðum með plan, við verðum vel hvíldir og leggjum allt í sölurnar til að vinna leikinn því Messi er þarna en hann er með tíu leikmenn sér við hlið.“