Kristján Óli Sigurðsson var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó í kvöld. Í settið var einnig mættur Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
Úrslitaleikur Heimsmeistaramótsins í Katar er um helgina. Þar mætast Argentína og Frakkland.
Upp kom sú umræða um hvort Lionel Messi yrði sá besti í sögunni ef Argentína vinnur þar.
„Maradona er enn sá besti allra tíma,“ sagði Hörður Snævar.
Kristján var steinhissa á þessum ummælum.
„Það er gott að það séu einhverjir veikari en maður sjálfur í settinu,“ sagði hann léttur.
Kristján minntist einnig á stjörnu Frakka.
„Ef við ætlum að fara að tala um besta leikmann sögunnar hvað ætlum við þá að segja um Kylian Mbappe ef hann skorar tvö á sunnudag og vinnur sinn annan heimsmeistaratitil 23 ára?“
Umræðan í heild er hér að neðan.