Jose Mourinho er mættur til Portúgals með lið Roma í æfingaferð áður en ítalski boltinn rúllar aftur af stað eftir HM í Katar.
Tíðindi urðu í Portúgal í gær þegar Fernando Santos var rekinn úr starfi þjálfara landsliðsins.
Mourinho er einn af þeim sem er sterklega orðaður við starfið í heimalandi sínu.
Fréttamenn sátu fyrir Mourinho við komuna til Portúgals en hann gaf ekkert upp og svaraði engum spurningum.
Mourinho er á sínu öðru tímabili með Roma en myndband af Mourinho við komuna í gær er hér að neðan.
✈️ L’arrivo della #ASRoma in Portogallo 📍
🎥 I giornalisti lusitani assalgono #Mourinho, ma il tecnico giallorosso non risponde alle domande sulle voci che lo accostano alla panchina della nazionale portoghese 🇵🇹#Algarve #ritiroRoma pic.twitter.com/db364iM7K2
— laroma24.it (@LAROMA24) December 15, 2022