Pablo Mari, leikmaður Monza, er mættur aftur til æfinga hjá félaginu eftir hrottalega árás sem átti sér stað fyrr á árinu.
Mari var stunginn í verslunarmiðstöð á Ítalíu og þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð. Atvikið átti sér stað í október.
Mari staðfesti það sjálfur í gær að hann væri snúinn aftur til æfinga sem eru gleðifréttir fyrir Monza sem leikur í Serie A.
Einn aðili lét lífið í árásinni og voru fimm aðrir særðir og er búið að handtaka einn mann vegna málsins.
Mari mun vonast til þess að verða klár í slaginn er Monza spilar gegn Fiorentina þann 4. janúar.