Goncalo Ramos skaust fram á sjónvarsviðið þegar hann skoraði þrennu fyrir Portúgal í 6-1 sigri á Sviss á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Framherjinn kom inn í byrjunarlið Portúgala fyrir Cristiano Ronaldo og greip heldur betur tækifærið.
Hinn 21 árs gamli Ramos er á mála hjá Benfica í heimalandinu en hefur vakið athygli stærri félaga eftir frammistöðu sína.
Nú segir Fabrizio Romano frá því að portúgalska félagið vilji 60 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Á þessari leiktíð hefur Ramos skorað níu mörk í ellefu leikjum í portúgölsku úrvalsdeildinni.
Það er líklega tímaspursmál hvenær Ramos yfirgefur Benfica. Hann er samningsbundinn til 2026.