Xavi, stjóri Barcelona, vildi fá James Rodriguez til Barcelona árið 2014 áður en hann hélt til Real Madrid.
Real tryggði sér þjónustu James eftir HM 2014 en James var frábær á því móti fyrir landslið Kólumbíu.
Barcelona sýndi James áhuga á þessum tíma en Xavi var þá leikmaður liðsins og vissi af gæðum miðjumannsins.
Xavi vonaðist eftir því að fá að spila með James en hann ákvað frekar að velja Real að lokum.
,,Það er leiðinlegt að James hafi spilað fyrir Real Madrid en ekki Barcelona,“ sagði Xavi í samtali við Marca.
,,James hefur alltaf sýnt gæðin og eiginleikana að geta breytt leikjum.“