Agustina Gandolfo, kærasta Lautaro Martinez í argentíska landsliðinu, lenti í leiðindaatviki eftir sigur Argentínu á Króatíu í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.
Gandolfo fór á veitingastað í verslunarmiðstöð í Katar ásamt systur sinni og einni annari konu.
Það gekk allt eins og í sögu þar til þær fundu glerbrot í glasi Gandolfo.
Þær drifu sig beint á sjúkrahús til að athuga hvort ekki væri allt í lagi, sem það betur fer var.
Þær höfðu látið öryggisverði á veitingastaðnum vita einnig.
Þá héldu starfsmenn því hins vegar fram að Gandolfo og hinar konurnar hafi komið glerbrotunum fyrir.
Gandolfo lýsir þessu atviki sem „skandal“ á Instagram-síðu sinni.