Varnarmaðurinn Pablo Mari er mættur aftur til æfinga hjá ítalska liðinu Monza, aðeins 48 dögum eftir að hann var stunginn í verslunarmiðstöð.
Mari var einn af sex sem lenti í árás í verslunarmiðstöð en hann var stunginn í bakið. Einn lést í árásinni.
Kappinn fór í aðgerð strax daginn eftir sem gekk vel. Í dag mætti hann svo á æfingu.
Mari er samningsbundinn Arsenal á Englandi en er á láni hjá Monza.
Hann hefur einnig leikið með Manchester City á Englandi.