Youssef En-Nesyri, leikmaður Marokkó, setti heldur betur slæmt met í gær er hann lék fyrir land sitt gegn Frökkum.
En-Nesyri lék með Marokkó 2-0 tapi gegn Frakklandi í undanúrslitum og er liðið úr leik.
Það er þó einn leikur eftir fyrir Marokkó en liðið mun spila við Króatíu í leiknum um þriðja sætið.
En-Nesyri snerti boltann aðeins þrisvar gegn Frökkum í gær sem er met og alls ekki met sem hann vildi bæta.
En-Nesyri átti gott HM með Marokkó en hann var nokkuð einangraður í leiknum í gær í fremstu víglínu.
3 – Youssef En-Nesyri had three touches against France, the fewest on record (since 1966) by any player to play 45+ minutes in a World Cup match. Isolated. pic.twitter.com/4fOgBC1FMt
— OptaJoe (@OptaJoe) December 14, 2022