Fernando Santos er hættur sem landsliðsþjálfari Portúgals og segir skilið við liðið eftir HM í Katar.
Santos er vinsæll í Portúgal en hann var við stjórnvölin er liðið vann EM 2016.
Portúgal komst í 8-liða úrslit HM í Katar en tapaði þar fyrir Marokkó nokkuð óvænt eftir sannfærandi 6-1 sigur á Sviss í 16-liða úrslitum.
Santos er 68 ára gamall og hafði verið við stjórnvölin hjá þeim portúgölsku síðan 2014.
Paulo Fonseca, þjálfari Lille, er að taka við liðinu af Santos og bíður hans stórt verkefni fyrir HM 2026 og EM 2024.
Fonseca er mun yngri eða 49 ára gamall og hefur verið þjálfari Lille síðan fyrr á þessu ári en var áður hjá Roma.
Official statement confirms Fernando Santos has parted ways with Portugal and he’s no longer the national team head coach. 🚨🇵🇹 #Portugal pic.twitter.com/QNdDTBSgmV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2022