Real Madrid hefur staðfest kaupin á undrabarninu Endrick, en hann kemur frá Palmeiras.
Spænska félagið borgar 60 milljónir evra fyrir kappan auk tólf milljóna í skatta.
Endrick er aðeins sextán ára gamall. Leikmaðurinn gengur ekki formlega í raðir Real Madrid fyrr en í júlí 2024.
Hann skoraði þó þrjú mörk og lagði upp eitt í brasilísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði aðeins um 300 mínútum í sjö leikjum.
Brasilíski táningurinn getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.
Endrick á að baki fjóra leiki fyrir U-17 ára lið Brasilíu, þar sem hann hefur skorað fimm mörk.
Comunicado Oficial: Endrick.#RealMadrid
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) December 15, 2022