Stuðningsmaður Nottingham Forest segist hafa óttast um líf sitt er meint árás Ollie McBurnie, framherja Sheffield United á hendur honum er sögð hafa átt sér stað. Frá þessu greindi maðurinn í réttarsal þar sem málið er nú tekið fyrir.
McBurnie er sakaður um að hafa ráðist á hinn 27 ára gamla George Brinkley eftir að fjöldi stuðningsmanna Nottingham Forest hlupu inn á völlinn eftir að Forest hafði tryggst sér sigur gegn Sheffield United í undanúrslitum umspils um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrr á árinu.
Saksóknari í málinu segir McBurnie hafa misst alla stjórn á skapi sínu en annar stuðningsmaður Nottingham Forest skallaði McBurnie í kjölfarið.
McBurnie neitar sök í málinu þar sem hann er sagður hafa traðkað á höfði stuðningsmannsins. Framherjinn ber fyrir sig að hafa misst jafnvægi og endað með fótinn á höfuði stuðningsmannsins, eftir að hafa reynt að hjálpa liðsfélaga. Um óviljaverk hafi verið að ræða.
Meðal sönnunargagna sem liggja fyrir í málinu eru upptökur frá umræddu kvöldi sem og vitnisburður öryggisvarðar sem heldur því fram að McBurnie hafi traðkað á höfði stuðningsmannsins.