Lionel Messi hefur staðfest það að hann verði ekki hluti af landsliði Argentínu á HM 2026.
Messi er að spila á sínu síðasta HM í dag og mun spila úrslitaleikinn við Frakkland þann 18. desember.
Messi er af mörgum talinn besti fótboltamaður sögunnar en hann er 35 ára gamall og fer að kalla þetta gott.
,,Það er mjög ánægjulegt að enda HM ævintýrið svona, með að spila í úrslitaleik HM, að síðasti leikurinn verði til úrslita,“ sagði Messi.
,,Allt sem ég hef upplifað á þessu heimsmeistaramóti hefur verið tilfinningaþrungið, að sjá hversu mikið fólkið í Argentínu er að njóta sín.“
,,Það eru mörg ár í næsta HM og ég tel að ég verði ekki til taks. Að klára á þennan hátt er frábært.“