Vefmiðillinn Football Insider heldur því fram að enska knattspyrnusambandið sé með Frank Lampard á blaði sem hugsanlegan arftaka Gareth Soutghate hjá enska landsliðinu og að hann geti tekið við sem aðalþjálfari.
England datt úr leik á Heimsmeistaramótinu í Katar af hendi Frakka í 8-liða úrslitum og er framtíð Southgate í óvissu.
Undir hans stjórn hefur liðið komist í undanúrslit HM 2018 og úrslitaleik EM 2020.
Það er talið að knattspyrnusambandið vilji halda Southgate en ekki er víst hvort hann vilji það.
Það gæti orðið meira að segja það fyrir sambandið að fá Lampard. Hann er knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni.