Samkvæmt frétt Mirror vill Joao Felix ólmur ganga til liðs við Arsenal.
Felix hefur verið orðaður frá Atletico Madrid undanfarið. Samband leikmannsins við Diego Simeone, stjóra liðsins, er sagt slæmt og að það henti öllum aðilum að hann fari.
Aston Villa er einnig sagt hafa áhuga á Felix en leikmaðurinn vill samkvæmt Mirror fara til Arsenal.
Samningur þessa 23 ára gamla sóknarmanns við Atletico rennur ekki út fyrr en 2026.
Felix hefur verið á mála hjá Atletico síðan 2019. Þá kom hann frá Benfica í heimalandinu, Portúgal. Spænska félagið keypti hann á meira en 100 milljónir punda.
Kappinn er nýkominn af Heimsmeistaramótinu í Katar með portúgalska landsliðinu, en liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum af hendi Marokkó.