Hjónin Wanda Nara og knattspyrnumaðurinn Mauro Icardi eru hætt saman á nýjan leik.
Parið virtist byrja aftur saman síðla hausts eftir fremur stormasöm sambandsslit. Fóru þau saman til Maldíveyja þar sem þau ætluðu að reyna að láta hjónabandið ganga upp.
Nú hefur Wanda hins vegar greint frá því að það hafi ekki tekist þrátt fyrir góða tilraun.
Wanda og Icardi byrjuðu saman árði 2014. Samband þeirra hefur verið stormasamt og hafa reglulega birst fréttir af því að það hangi á bláþræði.
Framherjinn gekk í raðir Galatasaray í lok sumars. Hann kom á láni frá Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Wanda hefur einnig verið umboðsmaður Icardi. Það var hins vegar greint frá því eftir fyrri sambandsslit þeirra að hann hafi látið hana fara.