Chelsea hefur gert tilboð í Youssoufa Moukoko, sóknarmann Borussia Dortmund.
Það er Sky Sports sem heldur þessu fram.
Moukoko er einn allra mest spennandi leikmaður heims um þessar mundir. Hann er aðeins átján ára gamall.
Liverpool og Manchester United hafa einnig sýnt Moukoko áhuga en nú virðist Chelsea hafa tekið áhuga sinn skrefi lengra og gert tilboð.
Samningur Moukoko við Dortmund rennur út næsta sumar.
Leikmaðurinn var í leikmannahópi þýska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir ungan aldur.