TikTok-stjarnan Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir birti myndband á dögunum þar sem hún heldur bolta á lofti klædd króatíska landsliðsbúningnum. Varð myndbandið afar vinsælt.
Seinna setti hún svo inn nýja færslu þar sem hún sýndi frá því hvað gekk á á bak við tjöldin við gerð myndbandsins.
Meira:
Sjáðu myndband Brynhildar sem vekur heimsathygli – Spyr hver sé sá heitasti
Í fyrra myndbandinu spurði Brynhildur: „Hver er heitasti leikmaður Króatíu?“ Hún setti það inn áður en leikur Króata og Argentínumanna fór fram í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar. Þar hafði síðarnefnda liðið betur.
Þegar þetta er skrifað hafa 3,6 milljónir horft á myndbandið.
Nú hefur Brynhildur svo birt nýtt myndband. Þar leyfir hún aðdáendum að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins. Þar má sjá hund Brynhildar trufla hana.
@brynhildurgunnlaugss bloopers lol who’s winning tonight 🫣#croatia🇭🇷 #worldcup ♬ just wanna rock (Lil Uzi Vert) [Sped Up Version] – sped up nightcore