fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
433Sport

517 dagar frá því að rannsókn hófst á máli Gylfa: Lögreglan svarar – „Engar breytingar hafa orðið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 13:30

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester segir í svari við fyrirspurn að engar breytingar hafi orðið á máli Gylfa Þórs Sigurðssonar. Það sé enn í rannsókn, ekki er meira gefið upp hver staðan málsins er.

Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester fyrir 517 dögum síðan og var skömmu síðar sleppt úr haldi. Hann liggur undir grun fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um málið og hefur lögreglan í Manchester ekkert viljað gefa upp, langur rannsóknartími málsins hefur vakið athygli en Gylfi er í farbanni frá Englandi.

Gylfi hefur frá því að lögreglan hóf rannsókn gengið laus en ekki mátt fara frá Englandi. „Það hafa engar breytingar orðið á stöðu þessa máls,“ segir talskona lögreglunnar í Manchester sem fer með rannsókn málsins.

Í október sagði lögreglan vonast til þess að ekki væri langt í það að niðurstaða í málinu myndi liggja fyrir en tveimur mánuðum síðar hefur ekkert breyst.

Gylfi var samningsbundinn Everton þegar lögreglan hóf rannsókn þess en samningur hans þar rann út í sumar. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að málið kom upp.

Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa tjáði sig um málið við Fréttablaðið á dögunum og sagði. „Fjár­hags­lega getur hann (Gylfi Þór) klofið þetta en það eru ekki allir í sömu stöðu. Meðal­maðurinn getur ekki verið kyrr­settur í öðru landi, verið þar og bara beðið og beðið enda­laust eftir því sem lög­reglunni þóknast að á­kveða hvort menn hafi gert eitt­hvað mis­jafnt,“ sagði Sigurður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ

Dómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mikill áhugi frá Manchester

Mikill áhugi frá Manchester
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikurinn fór ekki fram vegna lygilegs atviks – Beit kröftuglega í punginn á honum

Leikurinn fór ekki fram vegna lygilegs atviks – Beit kröftuglega í punginn á honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Munu pottþétt selja hinn afar eftirsótta leikmann undir þessum kringumstæðum

Munu pottþétt selja hinn afar eftirsótta leikmann undir þessum kringumstæðum