Brasilíska goðsögnin Ronaldo væri til í að sjá brasilíska knattspyrnusambandið leita erlendis í leit að nýjum landsliðsþjálfara.
Ronaldo nefnir bæði Carlo Ancelotti og Jose Mourinho en það eru tveir risastórir bitar í Evrópu.
Ancelotti er þó stjóri Real Madrid í dag og Mourinho er að vinna fínt starf með Roma á Ítalíu.
Brassarnir þurfa nýjan stjóra eftir að Tite steig til hliðar eftir að keppni liðsins lauk á HM í Katar.
,,Það eru mörg nöfn sem myndu gera frábæra hluti. Ancelotti, Abel frá Palmeiras, Mourinho frá Roma. Þetta eru risastór nöfn,“ sagði Ronaldo.
,,Þeir eru allir samningsbundnir og ég veit ekki hvað sambandið mun gera en ég myndi styðja það að fá erlendan stjóra.„