Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur slegið því á frest að velja þátttökuþjóð Evrópumóts kvenna 2025 um tvo mánuði, eða þar til í byrjun apríl 2023.
Þetta er vegna þess að UEFA vill fá skýrari upplýsingar um fjárhag þeirra aðila sem vilja fá að halda EM áður en ákvörðunin verður tekin.
Alls hafa fjórir aðilar sótt um að halda EM árið 2025. Það eru Frakkland, Pólland og Sviss auk sameiginlegrar umsóknar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands.
Upprunalega höfðu Danir ætlað að sækja um að halda mótið einir og sér. Vegna strangari krafa frá UEFA í kjölfar uppgangs kvennaknattspyrnu í heiminum þeir hins vegar að sækja um með hinum þremur þjóðunum.
Þá tilkynntu Úkraínumenn um umsókn sína en þurftu að draga hana til baka í kjölfar innrásar Rússa í landið.
Síðasta Evrópumót var haldið í sumar í Englandi, þar sem heimakonu sigruðu.
Íslenska kvennalandsliðið hefur komist á síðustu fjögur lokamót EM.