Lionel Messi er markahæsti leikmaður í sögu argentínska landsliðsins og hefur skorað 96 mörk.
Messi er ekki aðeins sá markahæsti en hann hefur einnig leikið flesta leiki eða 171 talsins frá árinu 2005.
Margir velta því fyrir sér hvort Messi nái að brjóta 100 marka múrinn fyrir Argentínu en hann er orðinn 35 ára gamall.
Argentína á eftir að spila einn leik á HM í Katar og er það úrslitaleikurinn gegn Frakklandi eða Marokkó.
Messi þarf aðeins fjögur mörk til að ná þessum merka áfanga en líkur eru á að landsliðsskórnir fari á hilluna eftir HM.