Manuel Neuer mun ekki spila meira á þessu tímabili eftir að hafa fótbrotnað á skíðum eftir HM í Katar.
Neuer lék með þýska landsliðinu á HM sem féll úr leik í riðlakeppninni en hann er leikmaður Bayern Munchen.
Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern, segir að Neuer hafi verið varaðu við því að það væri hættulegt að skíða á þessum tímapunkti.
Neuer er þó ekki vanur að hlusta á aðra að sögn Kahn sem varð til þess að hann verður ekki meira með í vetur.
,,Manuel ákvað að taka sér smá frí eftir mótið. Hann þurfti á hvíld að halda eftir mikið stress. Hann er mikill áhugamaður um skíði og skellti sér þangað,“ sagði Kahn.
,,Ég veit að hann var varaður vuið því að það væri ekki mikill snjór og að steinar væru á brautinni og að þetta væri hættulegt. Ég veit líka að Neuer hlustar aldrei á neinn.“