Eden Hazard vill fara frá Real Madrid og vestur um haf og í MLS-deildina eftir að leiktímabilinu á Spáni líkur í vor.
Það er franski miðillinn L’Equipe sem segir frá þessu.
Hinn 31 árs gamli Hazard er engan veginn í plönum Carlo Ancelotti hjá Real Madrid.
Belginn gekk í raðir Madrídarliðsins frá Chelsea árið 2019 á hundrað milljónir punda en hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Samningur Hazard rennur ekki út fyrr en eftir næsta tímabil en það er líklega besta niðurstaðan fyrir alla aðila að hann fari strax í sumar.
Fari svo er MLS-deildin draumaáfangastaður leikmannsins.
Hazard er nýkominn af Heimsmeistaramótinu í Katar með belgíska landsliðinu, en þar datt liðið úr leik strax í riðlakeppninni.
Eftir að þátttöku Belga lauk tilkynnti Hazard um að hann væri hættur að spila með landsliðinu.