Phil Bardsley, fyrrum leikmaður Manchester United og Burnley, er búinn að gera samning við lið Stockport County í næst efstu deild.
Bardsley er kominn á seinni ár ferilsins en hann er 37 ára gamall og hefur æft með Stockport undanfarna sex mánuði.
Það var aldrei plan Bardsley að semja við Stockport en hefur nú óvænt skrifað undir samning við félagið.
Bardsley á að baki 13 landsleiki fyrir Skotland en hann var hjá Man Utd frá 2003 til 2008 og svo Burnley frá 2017 til 2022.
Hann kom víða við á ferlinum og ma´nefna lið eins og Rangers, Aston Villa, Sunderland og Stoke.
Bardsley hefur gefið það út að öll laun hans hjá Stockport fari í góðgerðarmál og hefur fengið mikið lof fyrir þá ákvörðun.