Frakkland 2 – 0 Marokkó
1-0 Theo Hernandez(‘5)
2-0 Randal Kolo Muani(’79)
Ævintýri Marokkó á HM í Katar er nú á enda en liðið spilaði við ríkjandi heimsmeistara í Frökkum.
Frakkar voru fyrir leik taldir mun sigurstranglegri og stóðu fyrir sínu í kvöld með 2-0 sigri.
Marokkó var þó mun meira með boltann í leiknum eða 62 prósent og átti 13 marktilraunir en mistókst að skora.
Þeir Randal Kolo Muani og Theo Hernandez gerðu mörk Frakka sem spila við Argentínu í úrslitaleiknum.
Marokkó er ekki búið að kveðja enn og mun spila við Króatíu í leik um þriðja sætið.